Í minningu Sæbjörns Jónssonar

Vefur þessi er til heiðurs hljómlistarmanninum Sæbirni Jónssyni.

Hér er að finna frásögn af lífshlaupi hans í máli og myndum  ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum fyrir ættmenni og áhugasama.

Sæbjörn var tæknimenntaður og starfaði  sem rafvirki og rafvélavirki á yngri árum.  Lengst af eða í 37 ár hafði hann svo atvinnu sem hljómlistamaður og þá ýmist sem trompetleikari, kennari eða hljómsveitarstjóri.

Sæbjörn skráði sjálfur minningar sínar á hljómsveitarsíðunum og örugglega eru til fleiri sögur af því sem hann afrekaði áður en heilsan gaf sig.

Fréttir og tilkynningar

  • Stórsveit Reykjavíkur - Fyrstu myndirnar

Tónleikar Stórsveitarinnar í Ráðhúsinu árið 1994

03.09.2017|Comments Off on Tónleikar Stórsveitarinnar í Ráðhúsinu árið 1994

  • Svanurinn 1979 og 1980

Nýjar myndir í myndasafnið – Svanurinn 1979 og 1980

08.01.2017|Comments Off on Nýjar myndir í myndasafnið – Svanurinn 1979 og 1980

  • Big band Svansins

Big band Svansins í Háskólabíói árið 1979

28.12.2016|Comments Off on Big band Svansins í Háskólabíói árið 1979

  • Lúðrasveit Tónmenntaskólans - Árið 1986

Upptaka Lúðrasveit Tónmenntaskólans frá árinu 1986

28.12.2016|Comments Off on Upptaka Lúðrasveit Tónmenntaskólans frá árinu 1986

Tónlistarsafn

Sæbjörn Jónsson var í gegnum tíðina mjög öflugur í að koma sér upp tónlistarsafni og eru fjölmargar upptökur til af tónleikum í gegnum feril hans sem tónlistarmanns.  Í stað þess að þær söfnuðu ryki niðri í skúffu var ákveðið að koma öllu tónlistarsafninu fyrir á trompet.is.

Á næstu mánuðum og árum verða reglulega settar inn upptökur af hinum ýmsum viðburðum og tilkynnt hér á vefsíðunni sem og á facebook síðu trompet.is.